Vel sóttur sjávarútvegsfundur Íslandsbanka

23.09.2011

Íslandsbanki, í samvinnu við Íslenska sjávarklasann, stóð í morgun fyrir fundi í tengslum við Sjávarútvegssýninguna sem haldin er í Kópavogi.  Aðal efni fundarins var skýrsla Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar um sjávarútveg á Norðurlöndunum en aðal höfundur hennar er Audun Iversen, sérfræðingur hjá Nofima (norsku matar-, sjávarútvegs- og fiskeldisstofnuninni), sem kynnti niðurstöður hennar á fundinum.

Fundurinn var vel sóttur af hagsmunaaðilum og áhugamönnum um sjávarútveg og sköpuðust góðar umræður um hagkvæmni sjávarútvegsins. Auk Auduns fjallaði Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka um sérhæfingu bankans á sviði sjávarvegs, og Rúnar Jónsson viðskiptastjóri sjávarútvegs hjá Íslandsbanka kynnti ný útkomna sjávarútvegsskýrslu bankans.

Helstu niðurstöður í skýrslu Auduns eru:

"Verðmætasköpun fiskveiða á Íslandi er álíka mikil og í Noregi þó svo að magn og verðmæti sé tvöfalt meira í Noregi en hér á landi. Það er okkar niðurstaða að fyrirkomulag fiskveiða hér hafi stuðlað að þessari betri verðmætasköpun, til dæmis  þar sem  á Íslandi mega sjávarútvegsfyrirtækin stunda bæði veiðar og vinnslu, en í Noregi eru skil á milli þessara hluta starfseminnar. Þetta hjálpar Íslendingum á þann hátt að útgerðir geta haft meiri áhrif á gæði þess hráefnis sem þær svo vinna og selja heldur en t.d. í Noregi."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall