Ergo fjármagnar bíla með reynslu

07.10.2011

Frá árinu 2008 hefur innflutningur bíla dregist mikið saman. Við þetta hefur aldur bílaflotans hækkað þrátt fyrir aukningu í innflutningi á þessu ári. Um 30% af bílaflota landsins er 6 til 10 ára gamall.  Hingað til hafa lánamöguleikar á eldri bílum verið takmarkaðir og því oft erfitt fyrir viðskiptavini að festa kaup á eldri bíl. Til að koma til móts við viðskiptavini Ergo sem hyggja á bílakaup kemur félagið fram með fjármögnun til kaupa á bílum með reynslu.

Ergo býður upp á allt að 60% fjármögnun á allt að 10 ára gömlum bílum. Hámarksfjármögnun er 2,5 milljónir króna og lágmarksverðmæti bifreiðar er 800 þúsund krónur. Ergo býður upp á óverðtryggða vexti frá 8,65% fyrir Platinum viðskiptavini Íslandsbanka.

„Það hefur gengið vel hjá Ergo á árinu og grænu lánin fengið mjög góð viðbrögð. Við höfum hinsvegar fengið margar beiðnir frá viðskiptavinum um að endurskoða lánareglur um samningstíma á eldri bílum.  Lítið er til af nýlegum bílum og hefur það ýtt fólki út í kaup á eldri bílum sem hingað til hefur reynst erfitt að fjármagna. Við erum því afar ánægð að  geta komið til móts við viðskiptavini okkar með þessum hætti."

Fjármögnun á bílum með reynslu á ergo.is

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall