Um 1500 fyrirtæki hafa fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka

12.10.2011

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hélt erindi á Fjármálaþingi Íslandsbanka sem nú stendur yfir þar sem hún fór yfir rekstur bankans, lykilverkefni hans, fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og fjármögnun atvinnulífsins.

Í máli Birnu kom fram að fjárhagsleg endurskipulagning sé langt komin og gert sé ráð fyrir að flestum málum verði lokið fyrir árslok. Nú þegar hafi um 1500 fyrirtæki fengið úrlausn sinna mála hjá Íslandsbanka. Mikilvægt sé að fyrirtæki verði góður framtíðarviðskiptavinur að lokinni fjárhagslegri endurskipulagningu.

Birna segir að eftirspurn eftir útlánum til fyrirtækja hafi aukist síðastliðna mánuði. Það sjáist í útlánum Ergo, fjármögnunarþjónustu Íslandsbanka, að fyrirtæki eru farin að fjárfesta í endurnýjun tækja og bifreiða. Aukningin í útlánum Ergo, og forverum, hafi tæplega þrefaldast á síðustu tveimur árum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall