Lægri vextir og breytt fyrirkomulag á óverðtryggðum húsnæðislánum Íslandsbanka

21.10.2011

Íslandsbanki kynnir nýtt fyrirkomulag á húsnæðislánum bankans.  Bankinn mun hækka lánshlutfall úr 70% í 80% af markaðsvirði eigna og um leið lækka vexti á óverðtryggðum húsnæðislánum.  Unnið hefur verið að breytingunni í nokkurn tíma og er hún meðal annars gerð í kjölfarið á því að bankinn fékk nýverið leyfi frá FME til að gefa út sérvarið skuldabréf til fjárfesta.

Viðskiptavinir geta nú fengið að allt að 70% af fasteignamati íbúðar á mun hagstæðari kjörum en áður hafa boðist. Í boði verða óverðtryggð lán á föstum 6,2% vöxtum fyrstu þrjú ár lánstímans. Einnig býðst viðskiptavinum nú hagstæðari kjör á breytilegum óverðtryggðum vöxtum en vextir þeirra lána verða lækkaðir í 5,25% en þeir voru áður  5,40%.

Ef viðskiptavinur þarf hærra lán getur hann fengið viðbótarlán upp að allt að 80% af kaupverði (verðmati)  húsnæðis.  Kjörin á þessum viðbótarlánum eru 7,1%, óverðtryggðir fastir vextir til þriggja ára og 5,75% óverðtryggðir breytilegir vextir. Lánin eru veitt til húsnæðiskaupa en einnig vegna endurfjármögnunar á eldri lánum.

Frekari upplýsingar eru á vef Íslandsbanka og þar er einnig að finna reiknivélar sem sýna greiðsluáætlun miðað við þær forsendur sem valdar eru.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall