Martin Wolf á fundi VÍB

25.10.2011

Martin Wolf, yfirhagfræðingur hjá Financial Times, mun fjalla um efnahagslega stöðu Íslands á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, á morgun. Yfirskrift fundarins er Ísland - í endurreisn eða stefnukreppu? Tekist verður á um hvort að Ísland sé á góðri leið upp úr efnahagsþrengingunum eða hvort það þurfi stefnubreytingu í efnahagsmálum til að hraða endurreisninni. Þá verður sérstaða Íslands rædd og tækifæri landsins á heimsvísu.

Á fundinum mun Martin Wolf ásamt þremur Íslendingum ræða um stöðu Íslands og framtíðarstefnu þar sem nokkur af umdeildustu málefnum þjóðarinnar verða í brennidepli; eins og: aðild að Evrópusambandi, gjaldeyrishöft, erlend fjárfesting, skattkerfi og framtíðartækifæri svo nokkur dæmi séu nefnd.

Auk Martin Wolf munu Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Katrín Ólafsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík og Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, vera með framsögu.

Martin Wolf er talinn einn áhrifamesti blaðamaður og rithöfundur heims um efnahagstengd málefni og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir. Hann er einn af ritstjórum Financial Times. Hann situr í óháðri nefnd bresku ríkisstjórnarinnar sem móta á stefnu til að draga úr áhættu bankakerfisins og er heiðursfélagi í Oxonia, sem er stofnun Oxford háskóla um hagstefnu.

Fundurinn hefst klukkan 20 annað kvöld og er fyrir boðsgesti VÍB. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef VÍB, vib.is

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall