Úthlutað úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ

03.11.2011 - Styrkir

Fjórar afrekskonur í íþróttum og tvö landsliðsverkefni hafa hlotið styrk úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ. Styrkirnir voru afhentir í útibúi Íslandsbanka á Suðurlandsbraut í dag. Markmið og tilgangur Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Tvær úthlutanir eru á ári og hlutu 6 ungar afrekskonur styrki í maí síðastliðnum. Stjórn sjóðsins skipa Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Alls bárust 50 umsóknir og valdi stjórn sjóðsins að styrkja eftirtaldar íþróttakonur og landsliðsverkefni:

Hanna Rún Óladóttir, danskona DÍK. Hanna Rún hefur unnið Íslandsmeistaratitil 15 ár í röð. Á árinu unnu Hanna Rún og dansherra hennar sér keppnisrétt á Heimsbikar-, Evrópu- og Heimsmeistaramótum í latin dönsum. Þau náðu 16. sæti á EM í Frakklandi sem er besti árangur sem íslenskt danspar hefur náð á þessu móti. Hanna Rún hlýtur 250.000 króna styrk.

Sara Rós Jakobsdóttir, danskona DÍH, vegna undirbúnings og þátttöku á Heimsbikar-, Evrópu- og Heimsmeistaramótinu á árinu. Sara Rós og dansherra hennar hafa keppt á 40 mótum erlendis og hafa síðastliðin þrjú ár hlotið útnefningu sem danspar ársins hjá Dansíþróttasambandi Íslands. Sara Rós hlýtur 250.000 króna styrk.

Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni, vegna undirbúnings þátttöku á Ólympíuleikunum í Lundúnum á komandi ári. Ásdís hefur tryggt sér þátttökurétt á leikunum í spjótkasti. Á árinu komst Ásdís í úrslit á Evrópumótinu þar sem hún endaði í 10 sæti. Ásdís hlýtur 500.000 króna styrk.

Ragna Björg Ingólfsdóttir, badmintonkona úr TBR, vegna keppni á mótum á komandi mánuðum með það að markmiði að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Lundúnum á komandi ári. Ragna Björg keppir á 14 alþjóðlegum mótum á næstu mánuðum. Ragna Björg hlýtur 500.000 króna styrk.

Sundsamband Íslands vegna verkefna afrekskvennahóps SSÍ. Sundkonur úr hópnum kepptu á HM í Shanghai í Kína í ágúst sl. Framundan er barátta kvennanna við að tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum á næsta ári. Í hópnum eru þær Ragnheiður Ragnarsdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Eygló Ósk Gústafsdóttir, Erla Dögg Haraldsdóttir og Ingibjörg Kristín Jónsdóttir. Sundssambandið hlýtur 1.000.000 króna styrk.

Handknattleikssamband Íslands vegna lokakeppni HM sem fer fram í Brasilíu í desember næstkomandi. Íslenska kvennalandsliðið tók þátt í úrslitakeppni EM 2010 í fyrsta sinn þar sem liðið hafnaði í 15. sæti. Liðið hefur tryggt sér þátttökurétt á lokamót HM. Handknattleikssambandið hlýtur 1.000.000 króna styrk.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall