Félag í eigu Ernu Gísladóttur kaupir Eignarhaldsfélagið BLIH ehf.

17.11.2011

Miðengi ehf. (dótturfélag Íslandsbanka), SP Fjármögnun hf. og Lýsing hf. hafa gengið frá sölu á eignarhaldsfélaginu BLIH ehf. (BLIH) til félags í eigu Ernu Gísladóttur.  Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með söluferlinu fyrir hönd seljenda en Deloitte Fjármálaráðgjöf aðstoðaði Ernu.

Opið söluferli á BLIH, móðurfélagi Ingvars Helgasonar ehf. (IH) og Bifreiða og landbúnaðarvéla ehf. (B&L), hófst þann 31. ágúst sl. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, eða búa yfir fullnægjandi þekkingu og reynslu ásamt því að  geta sýnt fram á ákveðna eiginfjárstöðu. Eftir viðræður við fimm fjárfesta var ákveðið að hefja formlegar viðræður við Ernu Gísladóttur. Þeim viðræðum er nú lokið með undirskrift kaupsamnings. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki Samkeppniseftirlitsins og erlendra bifreiðaframleiðanda sem BLIH er með umboð fyrir.

Kröfuhafar stofnuðu Eignarhaldsfélagið BLIH ehf. í febrúar 2011 til að halda utan um eignarhlut sinn í bifreiðaumboðunum Ingvari Helgasyni ehf. og Bifreiðum og landbúnaðarvélum ehf. Félögin tvö eru vel þekkt á Íslandi og saman eru þau umboðsaðilar fyrir níu bifreiðaframleiðendur - Nissan, Subaru, Hyundai, BMW, LandRover, Renault, Opel, Isuzu og Irisbus.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall