Fækkun starfsfólks hjá Íslandsbanka

29.11.2011

Í dag réðst Íslandsbanki í óhjákvæmilegar hagræðingaraðgerðir í kjölfar sameiningar Íslandsbanka og Byrs. Aðgerðirnar eru hluti af almennri hagræðingu í íslenska fjármálakerfinu og eru mikilvægar í ljósi aukins eftirlitskostnaðar og vaxandi opinberrar gjaldtöku á fjármálafyrirtæki.

Reynt hefur verið að takmarka uppsagnir eins og hægt er en í dag hefur 42 starfsmönnum hins sameinaða banka verið sagt upp störfum, þar af eru 16 karlar og 26 konur en þess má geta að um 66,5% starfsmanna bankans eru konur. Að auki hefur verið gengið frá starfslokum við  21 starfsmann þar sem hluti fer á eftirlaun og  aðrir hætta að eigin ósk. Þá verða tímabundnir samningar ekki endurnýjaðir. Alls hætta því 63 starfsmenn nú um mánaðamótin. Með þessu lýkur hagræðingaraðgerðum í höfuðstöðvum sameinaðs banka.

Íslandsbanki hefur samið við Hagvang um ráðgjöf og aðstoð við starfsmenn við atvinnuleit auk þess sem boðið verður upp á sálfræðiaðstoð fyrir þá sem þess óska. Bankinn leggur áherslu á að halda trúnaðarmönnum, starfsmannafélagi og Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) upplýstum um aðgerðirnar og mun kappkosta að standa vel að málum.

Það er ljóst að um sársaukafullar aðgerðir er að ræða en þær eru engu að síður nauðsynlegar til að tryggja að kostnaður bankans sé í samræmi við umsvif, arðsemiskröfur, og starfsumhverfi á íslenskum fjármálamarkaði.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall