Hófleg verðlagning í útboði Haga

05.12.2011

VÍB hélt opinn fund á föstudaginn um væntanlega skráningu Haga í Kauphöll Íslands. Fyrsta nýja fyrirtækisins á markað hefur verið beðið með eftirvæntingu en fjárfestum hafa boðist afar fá fjárfestingartækifæri að undanförnu. Eina hlutafjáraukningin frá hruni var á bréfum Icelandair fyrir tæpu ári, en hún vakti mikla lukku og tvöfölduðust bréfin í verði í kjölfarið.

Vignir Þór Sverrisson, sem starfar við stýringu eigna hjá VÍB, nefndi hversu jákvætt skref þetta væri fyrir íslenska fjárfesta, vonandi væri um að ræða þá fyrstu af mörgum skráningum á næstu misserum. Þá væri mikilvægt að upp byggðist kauphöll þar sem góð velta væri á markaðnum, en til þess þyrfti að skrá á markað fleiri fyrirtæki að svipaðri stærðargráðu. Vegna gjaldeyrishafta og laskaðs hlutabréfamarkaðar hafa innlendir fjárfestar að mestu ávaxtað fé sitt í ríkisskuldabréfum, en áhugavert var að sjá í samanburði Vignis að það gæti hafa reynst lán í óláni að sparnaður hafi ekki leitað út eftir hrun. Íslensk ríkisskuldabréf og hlutabréf hafi á þeim tíma hækkað umtalsvert meira en heimsvísitalan, í íslenskum krónum talið.

Þeir Jóhann Viðar Ívarsson og Ari Freyr Hermannsson hjá IFS Greiningu greindu loks frá mati sínu á Högum, með tilliti til skráningarinnar. Eins og fram kom í máli Jóhanns er ekki óalgengt að góð kaup sé hægt að gera í kjölfar hruns. Hlutabréf séu hóflega verðlögð í útboðum og svo virðist jafnvel vera í tilliti Haga. Félagið sé vel rekið en vaxtatækifæri takmörkuð, enda Samkeppniseftirlitið þegar búið að gera athugasemdir við stærð Haga á markaði með matvöru. Athygli var vakin á arðgreiðslustefnu Haga, sem segjast ætla að greiða hluthöfum 45 aura á hlut , með það að markmiði að sú tala hækki á næstu árum. Tiltölulega lítið hefur verið um það á Íslandi að fyrirtæki hafi greitt stöðugan og góðan arð, en þessi arðgreiðslustefna gæti heillað fjárfesta.

Útboðsgengi Haga verður á verðbilinu 11 - 13,5 krónur á hlut og gefst fjárfestum færi á að skrá sig fyrir hlutum frá og með mánudeginum 5. desember til kl. 16:00, fimmtudaginn 8. desember. Samkvæmt verðmati IFS er verðmatsgengi Haga 13 krónur á hlut auk þess sem áætlað markgengi er 15,5 krónur á næstu 9-12 mánuðum.

Eigna- og lífeyrisþjónusta VÍB veitir nánari upplýsingar og ráðleggingar varðandi skráninguna í síma 440-4900 og með tölvupósti í vib@vib.is.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall