SF III undirritar samning um kaup á 82% hlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf.

14.01.2012

SF III slhf., félag í rekstri Stefnis hf., hefur gert samning um kaup á 82% eignarhlut í Jarðborunum hf. af Miðengi ehf., dótturfélagi Íslandsbanka. Eigendur SF III eru Festa lífeyrissjóður, Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Samherji hf. og Stefnir Íslenski Athafnasjóðurinn I. Miðengi ehf. mun áfram fara með 18% eignarhlut í félaginu. Kaupsamningurinn sem nú hefur verið undirritaður er háður skilyrðum um tiltekin atriði, þ.á.m. samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Miðengi ehf. hóf opið söluferli á félaginu í ágúst 2011 sem fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hafði umsjón með. Söluferlið var auglýst í fjölmiðlum og bárust fjölmörg tilboð í félagið frá innlendum jafnt sem erlendum fjárfestum. Í kjölfarið voru teknar upp viðræður við hæstbjóðanda sem lauk með umræddri sölu.

Um Jarðboranir

Jarðboranir sérhæfir sig í öflun jarðhita. Áratuga reynsla af borunum eftir jarðhita á Íslandi hefur skapað félaginu mikilvæga reynslu til að bjóða þjónustu sína erlendis. Félagið stendur að borframkvæmdum víða erlendis s.s. í Danmörku, Nýja Sjálandi, Þýskalandi, Karabíska hafinu og á Azoreyjum.

Um Stefni hf.

Stefnir hf. er stærsta sjóðastýringarfyrirtæki landsins með yfir 300 milljarða króna í virkri stýringu. Félagið rekur innlenda og alþjóðlega sjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta auk þess að stýra félögum utan um framtaksfjárfestingar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall