Glacier Securities leiðir ráðgjöf í viðskiptum American Seafood

19.01.2012

Glacier Securities, dótturfélag Íslandsbanka í New York, leiddi ráðgjöf í kaupum American Seafood Group á Good Harbor Fillet LLC, framleiðanda á frosnum sjávarafurðum. American Seafood Group er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í nýtingu sjávarafurða, vinnslu á sjó og virðisaukandi framleiðslu á hágæða sjávarafurðum og eitt af stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna í þessum geira. Good Harbor Fillet mun verða sameinað dótturfyrirtæki American Seafood, American Pride Seafood sem sérhæfir sig í vinnslu sjávarafurða í landi.

Glacier Securities veitir ráðgjöf við kaup og sölu á fyrirtækjum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs í Bandaríkjunum og byggir á þeirri sérþekkingu sem Íslandsbanki, og forverar hans, hafa þróað á undanförnum áratugum á sviði jarðvarma og sjávarútvegs. Félagið fékk starfsleyfi frá bandarískum yfirvöldum í mars á síðasta ári. Starfsleyfið hefur það í för með sér að það má starfrækja fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum á takmörkuðu sviði en starfsemi félagsins er undir ströngu eftirliti bandarískra eftirlitsaðila. Undanfarna mánuði hefur Glacier Securities einnig unnið með íslenskum fyrirtækjum sem starfa á þessum vettvangi í viðleitni þeirra til að afla sér verkefna á Bandaríkjamarkaði.

Ignacio J. Kleiman, forstjóri Glacier Securities

„Viðskiptin eru einn liður í að sameina hinn sundurleita en alþjóðlega sjávarútvegs geira sem gengur nú í gegnum mikið breytingartímabil sem einkennist af sameiningum félaga sem starfa innan hans. Glacier Securities hefur notið þeirra forréttinda að starfa með leiðandi aðilum á markaði, líkt og American Seafood, í átt að því markmiði að sameina geirann til að gera hann enn arðbærari."

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka

„Íslandsbanki hefur fulla trú á að hin íslenska sérþekking á sjávarútvegi og jarðvarma megi nýta til tekjusköpunar í auknum mæli. Ráðgjöf Glacier Securities í viðskiptum eins stærsta fyrirtækis Bandaríkjanna í sjávarútvegsgeiranum er góður vitnisburður um hversu eftirsótt sérþekking á þessum málum er."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall