Ríflega 200 eldri borgarar mættu á fræðslufund VÍB og LEB

26.01.2012 - Atburðir

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, og Landssamband eldri borgara, LEB, hafa áður leitt hesta sína saman. Á síðasta ári héldu VÍB og LEB fundi um allt land og var eftirspurnin mikil því nánast fullt var út úr dyrum á alla fundina. Alls sóttu hátt á annað þúsund eldri borgarar þessa fundi. Í dag voru svo ríflega 200 eldri borgarar mættir á Hilton Reykjavík Nordica til að hlýða á erindi Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur, formanns LEB, og Björns Berg Gunnarssonar, fræðslustjóra VÍB.

Leitast var við að svara algengustu spurningum sem brenna á eftirlaunaþegum, meðal annars sem snúa að öryggi, ávöxtun, sköttum og greiðslum Tryggingarstofnunar. Björn Berg fór meðal annars yfir þær breytingar sem hafa verið gerðar frá hruni á skattlagningu og hafa áhrif á eldri borgara og talaði um áhættu og ávöxtunarmöguleikum á þeim fjárfestingakostum sem eru í boði í dag.

Vegna mikillar eftirspurnar var ákveðið að halda annan fund næsta þriðjudag. Sá fundur varð fljótt fullbókaður og því hefur þriðja fundinum verið bætt við næsta fimmtudag. Nánari upplýsingar eru á vef VÍB, www.vib.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall