Íslandsbanki og Byr sameinast á Akureyri

06.02.2012

Í dag sameinast útibú Íslandsbanka og Byrs á Akureyri undir merkjum Íslandsbanka. Er þetta fjórða sameining útibúa bankanna, en áður hafa sameinast útibúin í Reykjanesbæ, Kópavogi og í Hraunbæ. Sameinað útibú mun fyrst um sinn starfa í húsnæði Byrs að Skipagötu 9, þar sem unnið verður að endurbótum á húsnæði Íslandsbanka að Skipagötu 14 næstu vikurnar. Stefnt er að því að þeim ljúki í mars og mun útibúið þá flytja aftur á Skipagötu 14.

Útibússtjóri sameinaðs útibús verður Ingi Björnsson, núverandi útibússtjóri Íslandsbanka. Sigrún Skarphéðinsdóttir verður viðskiptastjóri einstaklinga, en hún hefur sinnt því starfi hjá Byr, og Rúnar Þór Sigursteinsson verður viðskiptastjóri fyrirtækja.

Útibúið verður opið til kl. 18 í dag í tilefni sameiningarinnar og verður boði uppá kaffi og veitingar fyrir viðskiptavini.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall