Hvað er samfélagsábyrgð fyrirtækja?

07.02.2012

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Fundurinn hefst kl. 8.15 og stendur til kl. 10.00. Fjallað verður um skilgreiningu hugtaksins samfélagsábyrgð fyrirtækja út frá sjónarhorni fræðimannsins, fyrirtækja og neytenda. Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins flytja erindi. Að þeim loknum fara fram pallborðsumræður.

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð var hóf starfsemi  í október síðastliðnum. Markmiðið með starfsemi Festu er að efla þekkingu á málefnum tengdum samfélagsábyrgð fyrirtækja. Stofnaðilar Festu eru Íslandsbanki, Síminn, Landsvirkjun, Alcan á Íslandi, Landsbankinn og Össur. Festa er með aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um fundinn er að finna á vef Samtaka atvinnulífsins.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall