Sjávarklasinn stuðlar að aukinni menntun í sjávarútvegi

10.02.2012

Sjávarklasinn fundaði í vikunni með menntastofnunum sem eiga aðild að klasanum um hvernig megi auka áhuga ungs fólks á að mennta sig í fræðum tengdum sjávarútvegi. Sjávarklasinn hefur það að markmiði að auka verðmæti og efla skilning á mikilvægi haftengdrar starfsemi á Íslandi. Áhugi ungs fólks á menntun sem tengist sjávarklasanum er takmarkaður og nokkuð hefur borið á skorti á vel þjálfuðu og menntuðu fólki á tilteknum sviðum klasans. Ef markmið sjávarklasans um að auka verðmætasköpun á næstu árum á að ganga eftir þarf að efla menntun og áhuga ungs fólks á klasanum.

Ákveðið var að mynda menntahóp allra þeirra aðila sem koma að sérmenntun sem tengist sjávarklasanum. Íslandsbanki ákvað að veita 5 milljóna króna styrk til að efla menntun í þessum fræðum en bankinn er jafnframt einn af stofnaðilum klasans. Menntahópurinn hittist nú í vikunni og kynntu fulltrúar menntastofnanna þá menntun sem boðið er upp á í þessum fræðum. Á fundinum kom fram að aðsókn hefur víða dvínað á síðustu árum og að þörf sé á að bjóða upp á nýja og spennandi námskosti. Hópurinn stefnir að því að aðgerðaráætlun varðandi menntamálin liggi fyrir í vor sem miðar að því að auka aðsókn nemenda næstu skólaár.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall