Íslandssjóðir hf. - Ársuppgjör 2011

08.03.2012 - Uppgjör

Stjórn Íslandssjóða hf. sem rekur verðbréfa-, fjárfestingar- og fagfjárfestasjóði hefur staðfest ársreikning félagsins fyrir árið 2011. Íslandssjóðir er dótturfélag Íslandsbanka.

Afkoma Íslandssjóða hf. árið 2011

 • Ársreikningi félagsins er skipt í tvo hluta, A-hluta sem inniheldur ársreikning Íslandssjóða hf. og B-hluta sem inniheldur ársreikninga verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða. Þessi framsetning á reikningnum er í samræmi við reglur um reikningsskil rekstrarfélaga verðbréfasjóða sem settar eru af Fjármálaeftirlitinu.
 • Hagnaður Íslandssjóða hf. eftir skatta árið 2011 nam 247 m.kr. samanborið við 258 m.kr. árið 2010.
 • Hreinar rekstrartekjur námu 1.139 m.kr. samanborið við 1.015 m.kr. árið áður.
 • Rekstrargjöld námu 830 m.kr. samanborið við 699 m.kr. árið áður.
 • Heildareignir félagsins námu 2.854 m.kr. í árslok 2011 en voru 2.986 m.kr. í ársbyrjun.
 • Eigið fé í árslok 2011 nam 1.741 m.kr. en var 1.559 m.kr. í ársbyrjun.
 • Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 167,8% í árslok 2011 en þetta hlutfall má ekki vera lægra en 8,0%.
 • Í lok desember 2011 voru 17 sjóðir í rekstri og slitum hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 112.890 milljónum króna. Einn sjóður sem er skráður í Lúxemborg er í stýringu félagsins.
 • Hagnaður færður á hlutdeildarskírteini eigenda verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Íslandssjóða var 8.759 m.kr. árið 2011 samanborið við hagnað uppá 10.547 m.kr. árið 2010.
 • Á undanförnum árum hefur verið lögð mikil áhersla á viðskipta- og vöruþróun, og hefur verðbréfasjóðum sem fyrirtækið rekur fjölgað. Nýjum sjóðum félagsins hefur verið mjög vel tekið, en vel yfir 10 þúsund fjárfestar eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum Íslandssjóða. Tveir nýir sjóðir voru stofnaðir á árinu, Eignasafn - Ríki og sjóðir og Skuldabréfasafn Íslandssjóða. Á árinu 2012 verður haldið áfram að leita nýrra viðskiptatækifæra.
 • Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af Deloitte hf. sem telur að reikningurinn gefi glögga mynd af afkomu félagsins og sjóðanna á árinu 2011.
 • Í lok desember 2011 störfuðu 14 starfsmenn hjá Íslandssjóðum. Framkvæmdastjóri félagsins er Agla Elísabet Hendriksdóttir.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall