Íslandsmót Íslandsbanka í 10 dönsum

09.03.2012 - Atburðir

Um næstu helgi, 10. og 11. mars, fer fram Íslandsmeistaramót Íslandsbanka í 10 dönsum að Ásvöllum í Hafnarfirði. Keppt verður í 10 dönsum (5 standard dönsum og 5 latin dönsum) og verður það par íslandsmeistari sem stendur sig best í samanlögðum árangri. Þrjú pör munu vinna sér þátttökurétt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem fara fram síðar á árinu.

Þetta er í tólfta sinn sem Íslandsmeistaramótið í 10 dönsum er haldið. Alls taka um 300 pör þátt í mótinu og eru þau á aldrinum 5 til 23 ára. Dómararnir koma frá Hollandi, Ungverjalandi, Sviss og Svíþjóð.

Íslandsbanki er einn aðalstyrktaraðili Dansíþróttasambands Íslands og hefur einnig styrkt unga og efnilega dansara í gegnum Afrekskvennasjóð Íslandsbanka og ÍSÍ. Þrjár ungar og efnilegar danskonur hlutu styrk á síðasta ári og munu þær allar keppa á mótinu. Þetta eru danskonurnar Perla Steingrímsdóttir, Hanna Rún Óladóttir og Sara Rós Jakobsdóttir. Þær hafa allar náð miklum árangri í dansíþróttinni á undanförnum árum og eru í fremstu röð íslenskra samkvæmisdansara í dag. Að auki verður boðið upp á glæsilegar danssýningar á mótinu.

Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir 10 ára og eldri. Frítt er fyrir yngri en 10 ára og 67 ára og eldri.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall