Meniga innbyggt í Netbanka Íslandsbanka

09.03.2012

Mikil tímamót hafa orðið í Netbanka Íslandsbanka. Hið vinsæla heimilisbókhald Meniga er nú orðið hluti af netbankanum og þar með eru allir einstaklingar í viðskiptum við bankann orðnir Meniga notendur. Helsta breytingin fyrir þá sem voru áður skráðir í Meniga er að þeir þurfa ekki lengur að tengjast öðrum vef til að vinna með sitt bókhald heldur gera það beint í netbankanum.

Meniga sækir og flokkar sjálfkrafa allar færslur af bankareikningum og greiðslukortum og nær það yfirlit tvö ár aftur í tímann. Þetta hjálpar notendum að gera fjárhagsáætlun en hægt er sjá með auðveldum hætti hvort og hvernig útgjaldaliðir heimilisins hafa breyst. Viðskiptavinir geta einnig tengt gögn sín við maka og séð samanburð við aðra Meniga notendur. Þjónustan er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Íslandsbanki er fyrsti banki í heiminum sem býður upp á Meniga innbyggt í netbanka og er stoltur samstarfs- og þróunaraðili Meniga. Bankar í Skandinavíu og Evrópu hyggjast einnig bjóða viðskiptavinum sínum upp á þessa þjónustu á næstunni. Viðskiptavinir Íslandsbanka hafa frá árinu 2009 getað tengst Meniga í gegnum netbankann sér að kostnaðarlausu en nú þurfa þeir ekki að fara út úr netbankanum til að geta unnið með bókhaldið.

Íslandsbanki hefur um nokkurt skeið boðið viðskiptavinum sínum upp á námskeið í Meniga. Hægt er að skrá sig á námskeið á vef Íslandsbanka en þar eru að auki frekari upplýsingar um Meniga.

Viggó Ásgeirsson, markaðsstjóri og einn stofnenda Meniga:

„Við erum ánægð með að okkar fyrsti viðskiptavinur, Íslandsbanki, skuli einnig vera fyrsti bankinn til að bjóða heimilisfjármálalausn fyrirtækisins sem hluta af netbanka sínum. Meniga hefur átt mjög farsælt samstarf við Íslandsbanka frá stofnun og nú fá viðskiptavinir bankans að njóta enn eins afraksturs þess. Meniga vinnur nú að innleiðingu lausnar sinnar hjá nokkrum bönkum í Evrópu og mun á næstu vikum tilkynna um opnun hjá tveimur norrænum bönkum. Við óskum Íslansdbanka og viðskiptavinum hans til hamingju með þennan glæsilega áfanga.“ 

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:

„Við erum afar stolt af því að bjóða viðskiptavinum okkar upp á þessa frábæru þjónustu í netbankanum. Þessi bylting í þjónustu netbankans fjarlægir þá hindrun að notendur þurfi að fara út úr netbankanum og á aðra síðu til að vinna í bókhaldinu sínu.“   Með Meniga geta viðskiptavinir okkar nú náð betri tökum á heimilisbókhaldinu á einfaldan, gagnlegan og skemmtilegan hátt og gert raunhæfar fjárhagsáætlanir."

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall