Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um kanadíska sjávarútveginn

12.03.2012
  • Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða frá Kanada hefur aukist um 2 milljónir CAD frá árinu 2010-2011
  • Fiskverð til neytenda í Kanada hefur hækkað um 11,2% frá árinu 2006
  • Mikil aukning hefur verið í framleiðslu í fiskeldi og þá aðallega í laxeldi

Íslandsbanki gefur út nýja skýrslu um kanadíska sjávarútveginn á sjávarútvegssýningunni í Boston sem fer fram dagana 11.-13. mars. Að auki hefur Íslandsbanki, í samvinnu við Íslenska Sjávarklasann, nýlega gefið út skýrslu um þýðingu sjávarklasans í íslensku efnahagslífi og mun hún einnig vera til dreifingar á sýningunni.

Ný markaðsskýrsla Íslandsbanka um kanadíska sjávarútveginn

Í skýrslunni er farið yfir kanadíska sjávarútveginn, meðal annars inn- og útflutning, veiðar og neyslu ásamt greinargóðri umfjöllun um helstu nytjastofna. Skýrslan er unnin af sjávarútvegsteymi Íslandsbanka í samstarfi við Glacier Securities, dótturfyrirtæki Íslandsbanka sem meðal annars sérhæfir sig í ráðgjöf til fyrirtækja í sjávarútvegi. Glacier Securities er með skrifstofur í New York. Hjá Íslandsbanka starfar hópur sérfræðinga með mikla þekkingu á sjávarútvegi. Hópurinn er hluti af fyrirtækjasviði og er ábyrgur fyrir samskiptum og þjónustu við innlend og erlend sjávarútvegsfyrirtæki, ásamt útgáfu greiningarefnis um sjávarútveg víða um heim.

Kanada er í 22. sæti yfir mestu fiskveiðiþjóðir heims með árlegan afla upp á 1,1 milljón tonn. Heildarútflutningsverðmæti kanadískra sjávarafurða nam 4,1 milljörðum CAD árið 2011 sem er aukning frá árinu 2010 en þá nam útflutningsverðmætið 3,9 milljörðum CAD. Af því heildarmagni sem landað er í Kanada er 84% landað á austurströnd Kanada sem er um 82% af heildarverðmæti landaðs afla. Fiskverð til neytenda á kanadískum sjávarafurðum hefur hækkað um 11,2% frá árinu 2006. Mikil aukning hefur einnig verið í fiskeldi og þá aðallega í laxeldi og er Kanada í fjórða sæti heimslistans yfir þær þjóðir sem framleiða eldislax einungis Noregur, Chile og Bretland framleiða meira.

Sjávarútvegsupplýsingaveita Íslandsbanka

Íslandsbanki hefur síðan 2011 haldið úti upplýsingaveitu um alþjóðlegan sjávarútveg þar sem hægt er að fylgjast með sjávarútvegsmarkaðnum víðsvegar um heiminn en þó er lögð sérstök áhersla á Bandaríkin og Ísland. Á mælaborðinu má meðal annars finna upplýsingar um veiðar, neyslu og hlutabréfaverð sjávarútvegsfyrirtækja eftir löndum.

Sjávarútvegsmælaborð Íslandsbanka og skýrslurnar um íslenska sjávarklasann og sjávarútveginn í Kanada er hægt að nálgast á vef bankans, islandsbanki.is/seafood.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall