VÍB einn bakhjarla Listahátíðar árið 2012

12.03.2012 - Atburðir

Í vikunni var undirritaður samstarfssamningur VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, og Listahátíðar 2012 en VÍB mun vera einn bakhjarla hátíðarinnar. Þetta er í tuttugasta og sjötta sinn sem hátíðin er haldin. Fjöldi spennandi viðburða af ólíkum toga verða á dagskrá vítt og breytt um borgina. Að þessu sinni verður norræn samtímamyndlist áberandi á hátíðinni en einnig skipar tónlist veigamikinn sess. Fjölmargir tónleikar verða í boði, jafnt klassík, popp og heimstónlist og má þar nefna nöfn eins og píanistann Volodos, heimstónlistarkonuna Buiku og Yann Tiersen. Stór sviðsverk verða sýnd í Þjóðleikhúsinu og í Borgarleikhúsinu auk nýrra íslenskra leikverka sem verða sett upp á óvenjulegum stöðum í borginni. Heildardagskrá Listahátíðar verður kynnt 12. apríl næstkomandi. 

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka: 

„Það er ánægjulegt að fá tækifæri til þess að vera einn bakhjarla Listahátíðar.  VÍB er þekkt fyrir að leggja áherslu á fræðslu og faglega umræðu um viðskipti og efnahagsmál. Við látum okkur hins vegar menningu og samfélagsmál almennt varða en VÍB var til dæmis einn af aðalstyrktaraðilum þátttöku Íslands í Feneyjartvíæringnum árið 2011. Okkur finnst Listahátíð í Reykjavík vera mikilvægt framtak í íslensku menningarlífi og erum stolt að því að vera bakhjarlar.“

Guðrún Norðfjörð, framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík: 

„Það er afar mikilvægt fyrir Listahátíð að fá VÍB inn sem samstarfsaðila en Listahátíð treystir mjög á framlög fyrirtækja. Við bjóðum VÍB velkomin í hóp okkar góðu samstarfsaðila. Með þeirra hjálp gerum við góða Listahátíð enn betri.“

Nánari upplýsingar um Listahátíð í Reykjavík á vef hátíðarinnar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall