Markaðurinn í kjölfar lagasetningar

13.03.2012

Afborganir og verðbætur af höfuðstól skuldabréfa verða ekki lengur undanþegnar gjaldeyrishöftum samkvæmt nýjum lögum. Auk þess er tekið á útgreiðslum þrotabúa gömlu bankanna.

Fyrir breytingarnar gátu útlendingar, í gegnum fjárfestingar í til dæmis HFF 14 og HFF 24 (verðtryggðum íbúðabréfum á lokagjalddaga 2014 og 2024) komið fjármunum úr landi. Verðlagning bréfanna endurspeglaði þennan möguleika. Nú þegar lokað hefur verið fyrir þessa glufu lækkar verðmæti bréfanna eðlilega í augum erlendra aðila.

Þeir fjármunir sem annars hefðu leitað úr landi verða hér áfram og verður væntanlega endurfjárfest á ríkisskuldabréfamarkaðnum, enda fáar aðrar fjárfestingar í boði. Þetta ætti að draga úr verðbólguvæntingum og virðist lagasetningin endurspegla nokkrar áhyggjur af veikingu krónunnar að undanförnu.

Við opnun markaða lækkaði verð HFF 14 mikið, eða um 14%. Bréfin eru að nær öllu leiti í eigu útlendinga og ætti lækkunin því ekki að hafa mikil áhrif á lífeyrissjóði og verðbréfasjóði hér á landi. Nú þegar lokað hefur verið fyrir þennan möguleika er ávöxtunarkrafa þess að undanförnu (-10%) óeðlilega lág og hefur réttilega hækkað mikið í dag.

Önnur skuldabréf hafa brugðist við eins og við mátti búast. Verðtryggð bréf lækka nokkuð í verði, sem og stutt óverðtryggð, á meðan löng óverðtryggð bréf hafa hækkað.

Nánari upplýsingar um ríkisskuldabréf veita ráðgjafar VÍB á Kirkjusandi í síma 440-4900.

 

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall