Íslandsbanki lækkar verðtryggða húsnæðislánavexti

22.03.2012

Lækkunin tekur til nýrra verðtryggðra húsnæðislána með föstum vöxtum með vaxtaendurskoðunarákvæði á 5 ára fresti. Annars vegar lækka vextir verðtryggðra húsnæðislána sem takmarkast við 70% af fasteignamati og fyrsta veðrétt í 4,10% fasta vexti í 5 ár og hins vegar vextir verðtryggðra viðbótarlána sem takmarkast við 80% af markaðsverði í 4,95% fasta vexti í 5 ár. Góðar viðtökur á sértryggðum skuldabréfum sem Íslandsbanki hefur gefið út í kauphöll Íslands gera bankanum kleift að lækka vextina en þeir taka m.a. mið af þróun vaxta á skuldabréfamarkaði og þeim kjörum sem Íslandsbanki fær á sértryggð skuldabréf sem seld eru hverju sinni.

Íslandsbanki býður einnig upp á óverðtryggð húsnæðislán á 5,4% breytilegum vöxtum sem eru lægstu óverðtryggðu vextirnir á ársgrundvelli sem eru í boði á markaðnum í dag. Einnig eru í boði 6,20% fastir óverðtryggðir vextir fyrstu 3 ár lánstímans.

Lánstegund Vextir fyrir breytingu Vextir frá 21. mars 2012
Verðtryggð húsnæðislán, með 5 ára endurskoðun (<70%fmr) 5,60% 4,10%
Verðtryggð húsnæðislán, með 5 ára endurskoðun - viðbótarlán (<80% mv) 6,50% 4,95%
Breytilegir óverðtryggðir húsnæðislánavextir (<70% fmr)   5,40%
Breytilegir óverðtryggðir húsnæðislánavextir (<80% mv)   5,90%
Fastir óverðtryggðir húsnæðislánavextir í 3 ár (<70% fmr)   6,20%
Fastir óverðtryggðir húsnæðislánavextir í 3 ár - viðbótarlán (<80% mv)   7,10%

 

Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs:

„Það er mikilvægt að viðskiptavinir okkar hafi val þegar kemur að fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Það er okkur því ánægjuefni að lækka verðtryggða húsnæðislánavexti. Val milli verðtryggðra og óverðtryggðra lána verður að taka mið af þolgæðum viðskiptavina gagnvart áhættu og væntingum um verðbólgu og vexti. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að kynna sér vel kosti og galla beggja lánategunda svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um hvora leiðina þeir velja.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall