Tekjulágir eldri borgarar stór hluti greiðenda auðlegðarskatts

29.03.2012 - Atburðir
  • Meira en þriðjungur fjölda greiðenda 65 ára og eldri
  • Tveir þriðju eldri greiðenda með undir 5 milljónir króna í árslaun
  • Margir geta ekki greitt skattinn nema ganga á eignir

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, stendur í dag fyrir fundi um auðlegðarskatt undir yfirskriftinni „Sanngjarnt framlag eða ósanngjörn eignaupptaka?". Í lok árs 2009 var nýr eignaskattur tekinn upp í formi auðlegðarskatts. Skatturinn átti að vera tímabundinn til þriggja ára og ná til þeirra sem helst höfðu hagnast á eignabólunni í aðdraganda hrunsins. Nú hefur skatturinn verið hækkaður, honum framlengt um tvö ár til viðbótar og þau eignamörk sem miðað er við lækkuð.

VÍB hefur látið taka saman upplýsingar um auðlegðarskattinn sem leiða í ljós að þriðjungur þeirra sem greiða skattinn eru 65 ára og eldri. Um tveir þriðju þeirra eru með undir 5 milljónum króna í árslaun. Skattinum er ætlað að auka tekjur ríkisins af vaxtagefandi eignum einstaklinga. Aftur á móti er stór hluti eigna eldri borgara bundinn í húsnæði sem engar tekjur eru af. Auðlegðarskatturinn hefur bitnað illa á þessum tekjulágu einstaklingum sem hafa í sumum tilvikum þurft að ganga á eignir til að greiða skattinn. Tekin verða dæmi á fundinum af slíku en t.a.m. hafa eldri hjón skilið eftir langt hjónaband til að geta haldið húsinu sínu lengur. Auðlegðarskatturinn miðar við eignir umfram 75 milljónir króna á einstakling en 100 milljónir hjá hjónum.

Á fundinum verða pallborðsumræður þar sem meðal annars verður farið yfir hvort skatturinn sé sanngjarn og hvort markmið hans hafi náðst. Í pallborði verða Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, Guðrún Björg Bragadóttir, skatta- og lögfræðisviði KPMG og Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Á vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. Fundurinn hefst klukkan 11:45.

Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri eignastýringar Íslandsbanka:

„Við höfum orðið vör við mikla óánægju hjá okkar viðskiptavinum með auðlegðarskattinn og teljum nauðsynlegt að opna umræðu um útfærslu hans. Við höfum sérstaklega tekið eftir óánægju meðal eldri borgara þar sem stór hluti eigna er oft bundinn í ótekjuberandi eignum auk þess sem sá hópur hefur í ofanálag oft og tíðum litlar aðrar tekjur."

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara:

„Við höfum ýmis dæmi um að skatturinn þrengi verulega að fjárhagsstöðu eldri borgara þar sem þeir hafa engar tekjur af þeim eignum sem þeir borga auðlegðarskatt af. Þetta minnir óneitanlega á gamla „ekknaskattinn". Umræða um auðlegðarskattinn er því mjög tímabær."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall