Íslandsbanki býður hagstæð framkvæmdalán til 1. janúar 2013

13.04.2012

Einstaklingar í viðskiptum við Íslandsbanka geta nú haldið áfram að sækja um hagstætt framkvæmdalán til endurbóta eða framkvæmda á fasteignum, lóðum og sumarhúsum til 1. janúar 2013.

Um er að ræða óverðtryggt skuldabréfalán með breytilegum kjörvöxtum skv. vaxtatöflu bankans hverju sinni. Lánin bera engin lántökugjöld og eru vaxtakjör í dag 6,25% miðað við vaxtatöflu bankans þann 13.04.2012. Lánstími lánanna er allt að 5 ár og hefur umsóknarfrestur verið framlengdur til 1. janúar 2013 eins og áður segir.

Hámarksfjárhæð hvers láns er 1,5 milljónir króna gegn veði en veitt eru lán án veðs allt að 750.000 kr. að undangengnu mati á greiðslugetu. Afgreiðsla framkvæmdaláns er gegn framvísun reikninga fyrir vöru- og þjónustukaupum sem tengjast framkvæmdum til 1. Janúar 2013.

Liður í þátttöku Íslandsbanka í hvatningarátakinu Allir vinna

Hagstæð framkvæmdalán eru liður í þátttöku Íslandsbanka í átakinu Allir vinna, en bankinn hefur tekið þátt í því átaki frá því að því var hleypt af stokkunum árið 2009. Allir vinna er hvatningarátak stjórnvalda og aðila úr atvinnulífinu sem miðar að því að hvetja einstaklinga til að leggja sitt af mörkum til sköpunar atvinnu á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir á heimilinu eða í sumarhúsinu eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnulaunum en rétt er að taka fram að heimild til lækkunar tekjuskattsstofns hefur verið felld niður.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall