Íslandsbanki innleiðir samkeppnisstefnu

13.05.2012

Starfsemi Íslandsbanka er víðtæk og ákvarðanataka um viðskipti er dreifð. Til að tryggja að farið sé eftir samkeppnisreglum í hvívetna hefur framkvæmdastjórn Íslandsbanka samþykkt innleiðingu á samkeppnisstefnu. Samkeppnisreglur gegna mikilvægu hlutverki á frjálsum markaði til að tryggja neytendum og þjóðfélaginu ábatann af virkri samkeppni.

Ábyrgðaraðili samkeppnismála Íslandsbanka, Kristín Ninja Guðmundsdóttir, mun annast fræðslu um samkeppnismál fyrir starfsmenn bankans. Gildissvið samkeppnislaganna og bannákvæði eru víðtæk og er því þekking starfsmanna bankans á lögunum mikilvæg. Þá stendur nú yfir innleiðing á innra samkeppniseftirliti og greining á hættu á samkeppnislagabrotum í starfsemi bankans.

Sem stór aðili á markaði ber Íslandsbanki ábyrgð á að gæta varfærni í aðgerðum sínum. Íslandsbanki telur mikilvægt að starfsemi bankans sé að öllu leyti í samræmi við samkeppnisreglur og að ákvarðanir, samningar og aðgerðir hans á markaði brjóti ekki gegn samkeppnislögum enda telur bankinn að með heiðarlegri samkeppni á markaði sé hagur viðskiptavina bankans best tryggður.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall