Íslandssjóðir yfirtaka rekstur sjóða Rekstrarfélaga Byrs

29.05.2012
Í framhaldi af sameiningu Íslandsbanka og Byrs hafa Íslandssjóðir hf., dótturfyrirtæki Íslandsbanka, yfirtekið rekstur verðbréfa- og fjárfestingarsjóða Rekstrarfélags Byrs. Íslandssjóðir stýra og reka innlenda og alþjóðlega verðbréfa- og fjárfestingarsjóði fyrir einstaklinga og fagfjárfesta. Við þessa yfirtöku aukast eignir í stýringu hjá Íslandssjóðum. Þá fá fyrrum viðskiptavinir Byrs breiðara vöruúrval, en Íslandssjóðir starfrækir úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða. Yfirtakan á rekstri sjóðanna var samþykkt af Fjármálaeftirlitinu þann 14. maí og mun yfirfærslan á eignum sjóðanna eiga sér stað þann 31. maí nk.

Um er að ræða alla sjóði Rekstrarfélags Byrs:
  • Skuldabréfasjóðinn
  • Alþjóða virðissjóðinn
  • Alþjóða vaxtarsjóðinn
  • Fyrirtækjasjóðinn (er í slitaferli)
Sjóðirnir munu starfa í óbreyttri mynd þar til annað verður ákveðið og verða því ekki aðrar breytingar að sinni.

Viðskiptavinum er bent á að hafa samband við ráðgjafa VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í síma 440 4900, eða aðra söluaðila Íslandssjóða til að fá frekari upplýsingar.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall