Íslandsbanki styrkir góðgerðar- og íþróttastarf í Vestmannaeyjum

28.06.2012

Stjórn Íslandsbanka hélt fund í Vestmannaeyjum síðastliðinn þriðjudag. Auk hefðbundinna stjórnarstarfa kynntu stjórnarmenn sér atvinnulífið á Eyjunni. Fóru meðal annars um borð í Heimaey VE-1, heimsóttu Vinnslustöðina og fylgdust með makríl og humarvinnslu.

Í tengslum við heimsóknina ákvað bankinn að afhenda tvo styrki til félagasamtaka í Eyjum.

Styrkir til samfélagsmála

Bankinn leggur 250 þúsund krónur til söguritunar íþróttafélagsins Þórs en félagið fagnar 100 ára afmæli á næsta ári. Um er að ræða mjög viðamikið verk sem spannar mestan hluta af íþróttasögu Eyjanna. Undirbúningur verkefnis hefur staðið í nokkur ár og söguritun hófst á sl. ári og er það Sigurgeir Jónsson frá Gvendarhúsum sem sér um að skrá söguna.

Þá var Slysavarnardeildinni Eykyndli einnig afhentur styrkur að upphæð 250 þúsund krónur. En styrkurinn rennur til verkefna sem tengjast öryggismálum sjómanna. Félagskonur í Eykyndli hafa látið sig þau mál varða um langt skeið og tóku þær Guðfinna Sveinsdóttir og Elfa Elíasdóttir við styrknum fyrir hönd félagsins.

Vestmannaeyjahlaupið

Loks undirrituðu Magnús Bragason og Ingi Sigurðsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum þriggja ára samstarfsamning Íslandsbanka og Vestmannaeyjahlaupsins.
Á síðasta ári kom saman öflugur hópur fólks og setti af stað hið fyrsta Vestmannaeyjahlaup. Þar voru nokkrar vegalengdir í boði, 5, 10 og 21 km. og var þátttaka gríðarlega góð eða um 250 manns. Góður rómur var gerður að framkvæmd hlaupsins og ekki skemmdi fyrir það fallega veður sem var á hlaupadeginum.

Nú hefur þetta hlaup unnið sér fastan sess í hugum Eyjamanna sem og annars hlaupafólks víðs vegar um landið. Því mun hlaupið verða árlegur viðburður í lok ágúst ár hvert.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall