Nýjungar á áheitavefnum Hlaupastyrkur.is

23.07.2012
Ráðist hefur verið í nokkrar breytingar á áheitavefnum hlaupastyrkur.is til að auka þjónustuna enn frekar við hlaupara og velunnara þeirra. Þetta er þriðja árið sem vefurinn er í loftinu en á síðasta ári jukust áheit um tæp 50% milli ára. Hlaupastyrkur er mikilvæg fjáröflunarleið fyrir fjölda góðgerðarfélaga en á síðasta ári hlupu þátttakendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka til góðs fyrir tæplega 140 félög. 

Nú er hægt að heita á keppendur með millifærslu úr Netbankanum. Þá er einnig hægt að heita á keppendur með sms-skilaboðum og kreditkorti. Hlaupastyrkur er kominn með sérstakan snjallsímavef þar sem viðmótið er einfalt og auðvelt er að heita á hlaupara. Þá geta þátttakendur einnig útbúið sinn eigin vefborða með auðveldum hætti á vefnum. 

Góðgerðafélög sem vilja taka þátt í áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka geta skráð sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Félögin fá þá sendan um hæl samning sem þarf að fylla út og undirrita. Skráningu nýrra félaga lýkur miðvikudaginn 8.ágúst 2012.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall