Reykjavíkurmaraþonið kynnt erlendis á nýstárlegan hátt

10.08.2012
Íslandsbanki og Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) standa að kynningarátakinu Reykjavik Runs Us í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Verkefnið nýtir sér alla helstu samfélagsmiðla og er ætlað að veita nýja og öðruvísi upplifun á Reykjavíkurmaraþoninu og Reykjavíkurborg fyrir erlendum aðilum. Farið er yfir hlaupaleiðina og Íslendingar kynna helstu kennileiti hlaupsins. Í fjölmörgum myndbandsinnslögum sem má finna á síðunni www.reykjavikruns.us má meðal annars sjá borgarstjóra Reykjavíkur Jón Gnarr skjóta úr rásbyssu hlaupsins og skemmtilegar kynningar á Fríkirkjuvegi, Hljómskálanum, Melavelli, Lynghaga, Ægisíðu, Gróttu og Hörpunni svo fátt eitt sé nefnt. Fram að hlaupi munu bætast við ný innslög frá áhugaverðum stöðum á hlaupaleiðinni. Einnig má fylgjast með framtakinu á Twitter, Facebook, Tumblr.com og fleiri samfélagsmiðlum.

Reykjavíkurmaraþonið er nú haldið í 29. sinn og hefur Íslandsbanki verið stoltur stuðningsaðili hlaupsins síðan árið 1997. Yfir 6.100 þátttakendur eru þegar skráðir í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka og þar af rúmlega 1.400 erlendir hlauparar frá um 55 löndum. Hlaupið fer fram þann 18. ágúst næstkomandi. Hægt er að skrá sig á www.marathon.is og byrja að safna áheitum á www.hlaupastyrkur.is.

Tengt efni má finna á eftirfarandi síðum:

www.reykjavikruns.us
www.reykjavikruns.tumblr.com
www.twitter.com/reykjavikrunsus
www.facebook.com/reykjavikruns
www.vimeo.com/reykjavikruns
www.flickr.com/photos/reykjavikruns

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall