Dótturfélag Íslandsbanka veitir ráðgjöf í sjávarútvegi í Suður Ameríku

21.08.2012

Glacier Securities LLC, dótturfélag Íslandsbanka í New York, leiddi fyrirtækjaráðgjöf til Compania Pesquera Camanchaca S.A. við sölu á dótturfélagi þess í Ekvador, en félagið heitir Pesquera Centromar S.A.. Camanchaca er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki skráð á hlutabréfamarkaðinn í Santiago í Chile. Kaupandi Centromar er hópur fjárfesta frá Perú leiddur af Congelados Peruana del Pacífico-CONPEPAC S.A. Bindandi samkomulag hefur verið undirritað milli aðila og eru kaupin gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun sem er áætlað að verði lokið í byrjun október. Glacier vann að verkefninu í Chile í gegnum samstarf sitt við ráðgjafafyrirtækið Rainmaker Ltda. 

Compania Pesquera Camanchaca. S.A. (SNSE: CAMANCHACA) er leiðandi framleiðandi á laxi, silungi, kræklingum og hörpuskel. Fyrirtækið á og rekur eigin veiðiflota með áherslu á uppsjávarafurðir og skelfisk sem og framleiðslu á fiskimjöli og fiskiolíu (lýsi).

Ignacio J. Kleiman, forstjóri Glacier Securities:
„Með sölunni á Centromar hafa stjórnendur Camanchaca í Chile stigið mikilvægt skref í stefnumótun fyrirtækisins til lengri tíma og er salan á starfseminni í Ekvador sönnun þess. Það hefur verið ánægjulegt fyrir okkur að vinna með fagmannlegu stjórnendateymi Camanchaca og veita þeim okkar sérfræðiráðgjöf í sjávarútvegi."

Tryggvi Björn Davíðsson, framkvæmdastjóri Markaða hjá Íslandsbanka:
„Íslandsbanki hefur fulla trú á að það megi nýta íslenska sérþekkingu í sjávarútvegi til tekjusköpunar í auknum mæli í alþjóðlegum viðskiptum sem þessum. Ráðgjöf Glacier Securities til leiðandi sjávarútvegsfyrirtækis í Chile er góður vitnisburður um hversu eftirsótt sérþekkingin okkar og ráðgjöf í þessari grein er."

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall