Árétting vegna athugasemda Hagsmunasamtaka heimilanna

22.08.2012

Íslandsbanki hafnar athugasemdum Hagsmunasamtaka heimilanna um að markaðssetning á vaxtagreiðsluþakinu gefi ranga mynd af þjónustunni.  Vaxtagreiðsluþakinu, sem er valkvæð þjónusta, er ætlað að veita viðskiptavinum með óverðtryggð húsnæðislán skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði við hækkun vaxta. Í kynningarefni með vörunni er tekið skýrt fram að ef vextir hækka umfram það vaxtagreiðsluþak sem er valið tekur greiðsla lánsins mið af því en sú upphæð sem ber á milli ríkjandi vaxta samkvæmt vaxtatöflu og vaxta reiknuðum samkvæmt vaxtagreiðsluþaki leggst við höfuðstól lánsins. Þeir vextir sem leggjast við höfuðstól koma til greiðslu á þeim gjalddögum sem eftir eru af láninu, þ.e. dreifast á lánstímann.

Íslandsbanki stóð fyrir opnum kynningarfundi á vormánuðum þar sem eiginleikar vaxtagreiðsluþaksins voru sérstaklega kynntir. Að auki er að finna ítarlegar upplýsingar um vöruna bæði á vef bankans sem og á afgreiðslustöðum. Þar er sérstaklega vakin athygli á þeim ókostum sem kunna að fylgja því að staðgreiða ekki vextina jöfnum höndum. 

Eins og fyrr segir er vaxtagreiðsluþakið valkvæð þjónusta. Viðskiptavinir Íslandsbanka með óverðtryggð lán þurfa að óska sérstaklega eftir þessari þjónustu og eru því engin óverðtryggð lán bankans sjálfkrafa með vaxtagreiðsluþak.

Íslandsbanki telur að með tilkomu vaxtagreiðsluþaksins eigi viðskiptavinir bankans nú raunverulegt val milli verðtryggðra og óverðtryggða vaxta þar sem óvissa um framtíðar greiðslubyrði hefur verið takmörkuð. Íslandsbanki hefur ávallt hvatt viðskiptavini sína til að kynna sér vel kosti og galla bæði óverðtryggðra og verðtryggðra húsnæðislána áður en þeir taka ákvörðun um hvaða leið er valin.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall