Hærri vextir gegn 30 daga fyrirvara um úttekt

25.09.2012

Íslandsbanki hefur sett á markað nýja tegund sparnaðarreikninga á Íslandi sem nefnist Vaxtaþrep 30 dagar. Um er að ræða óverðtryggðan þrepaskiptan hávaxtareikning sem er bundinn og þarf reikningseigandi að gefa 30 daga fyrirvara við úttekt. Slíkir reikningar þekkjast víða erlendis undir enska heitinu „Notice account“ og gefa jafnan hærri ávöxtun en óbundnir reikningar.

Hentar bæði einstaklingum og fyrirtækjum

Viðskiptavinur getur tekið út af þessum nýja reikningi á einfaldan hátt í gegnum Netbanka Íslandsbanka með 30 daga fyrirvara og eru vextir á reikningnum hærri en á almennum óbundnum innlánsreikningum. Þessi nýja sparnaðarleið hentar bæði einstaklingum sem fyrirtækjum sem vilja örugga og góða ávöxtun en jafnframt að innistæðan sé laus með tiltölulega skömmum fyrirvara. 

Allt að 4,7% vextir

Vextir á þessum nýja sparnaðarreikningi eru þrepaskiptir eftir fjárhæð innistæðunnar og eru allt að 4,7% fyrir upphæðir yfir 75 milljónir króna. Vextirnir eru greiddir út mánaðarlega inn á ráðstöfunarreikning viðskiptavinar og því getur viðskiptavinur ráðstafað þeim að vild í lok hvers mánaðar en haldið höfuðstólnum óhreyfðum.

Vextir á Vaxtaþrepi 30 dagar eru eftirfarandi:

Upphæð       Vextir *
 0-5 m.kr  3,8%
 5-20 m.k      4,1%
 20-75 m.kr      4,4%
 75 m.kr. og yfir  4,7%

*Ársvextir skv. vaxtatöflu 22.09.12: Vextir eru stighækkandi eftir innstæðu.

Hægt er að stofna Vaxtaþrep 30 dagar í Netbanka Íslandsbanka og í öllum útibúum Íslandsbanka.

Nánari upplýsingar um Vaxtaþrep 30 daga.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall