Ávöxtunarleikurinn hefst í dag

01.10.2012

Ávöxtunarleikurinn hefst í dag Í dag, mánudag, hefst Ávöxtunarleikurinn, glæsilegur fjárfestingaleikur á netinu sem stendur fram á vor. Leikurinn er samstarfsverkefni Keldunnar, Libru, Vísis, Kauphallar Íslands og VÍB, sem sér um fræðsluefni, fundi og stuðning við fjárfesta á meðan leiknum stendur.

Fræðsludagskrá VÍB vegna leiksins verður aðgengileg á www.vib.is og á facebook síðu leiksins. Á þriðjudag kl. 17:00 verður þátttakendum boðið á kennslunámskeið í virkni leiksins á Kirkjusand og á miðvikudag og fimmtudag kl 17:00 fylgja svo námskeið í skuldabréfa- og hlutabréfaviðskiptum. Skráning á námskeiðin er opin á www.vib.is.

Nánar um leikinn

Skráning í leikinn er á visir.is og fær hver notandi 10 milljónir Keldukróna til að fjárfesta með í mismundandi eignaflokkum, hlutabréfum, skuldabréfum, sjóðum og gjaldeyri. Keppendur í leiknum geta stofnað lið og boðið vinum sínum á Facebook að keppa saman. Heildarávöxtun liðsins að teknu tilliti til fjölda liðsmanna mun skera úr um sigur í liðakeppninni. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir þann aðila sem skilar bestu ávöxtun þegar keppnin verður gerð upp næsta vor. Vinningar fyrir sigurvegara keppninnar eru m.a. flug fyrir tvo til New York og 200.000 kr. inneign í sjóðum hjá VÍB. Jafnframt verða veitt verðlaun til hástökkvara mánaðarins hverju sinni, út keppnistímabilið.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall