Íslandsbanki styður kvennalið Vals í fjáröflun fyrir Bleiku slaufuna

03.10.2012
Frá vinstri: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ragnar Már Vilhjálmsson. Mynd: Siggi Anton
Frá vinstri: Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Haraldsdóttir, Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ragnar Már Vilhjálmsson. Mynd: Siggi Anton

Í tilefni átaks Krabbameinsfélagsins í október, Bleiku slaufunnar, hefur kvennalið körfuknattleiksdeildar Vals ákveðið að leggja þessu þarfa málefni lið með því að safnað fé sem rennur til átaksins. Að auki mun liðið leika í sérhönnuðum bleikum búningum í októbermánuði og þannig með táknrænum hætti koma að því að auka vitund íþróttafólks og annarra á mikilvægi forvarna og heilbrigðis. Íslandsbanki er einn aðal styrktaraðil Vals og greiddi bankinn fyrir hönnun og framleiðslu á búningunum.

Var þetta framtak kynnt í dag á Hlíðarenda þar sem söfnunarféð var afhent. Á meðfylgjandi mynd má sjá Ragnheiði Haraldsdóttur formann Krabbameinsfélagsins taka við söfnunarfé frá Valsstúlkunum; Rögnu Margréti Brynjarsdóttir og Lilju Ósk Sigmarsdóttur, ásamt Ragnari Má Vilhjálmssyni frá markaðsdeild bankans. Nú þegar hefur safnast 420.000 kr. í söfnun kvennaliðs Vals og mun söfnunin halda áfram allan októbermánuð.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall