VÍB fundur: Framtíð evrusvæðisins og helstu áskoranir

10.10.2012

Á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, í hádeginu í dag fjallaði John Dizard, fjármálasérfræðingur og greinahöfundur hjá Financial Times, um framtíð evrusvæðisins, helstu áskoranir og um líklega þróun þar á næstu árum. Framtíð Evrópu og evrunnar er ein mikilvægasta forsenda allra áætlana og stefnu Íslendinga til næstu ára.

John Dizard hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði, meðal annars á sviði úrvinnslueigna og nýmarkaða. Hann hefur skrifað vikulega fyrir Financial Times síðastliðin 11 ár auk þess að vera greinahöfundur hjá Forbes, Fortune, New York Post og Institutional Investor. Fundarstjóri er Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands.

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á vefsíðu VÍB. Þá er einnig lýsing á efni fundarins á Twitter síðu VÍB, www.twitter.com/vibstofan,

Markmið funda VÍB er að stuðla að faglegri umræðu um mikilvæg mál á sviði eignastýringar, viðskipta og efnahagsmála.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall