Margmenni á fundi um húsnæðislán

14.10.2012

Húsnæðislán á mannamáli er heiti funda sem Íslandsbanki býður nú viðskiptavinum sínum upp á. Fyrsti fundurinn var haldinn í vikunni í útibúinu á Suðurlandsbraut. Skráning á fundinn fór fram úr björtustu vonum og komust færri að en vildu. Á fundunum er leitast við að svara spurningum um fasteignamarkaðinn, valkostir við fjármögnun á íbúðarhúsnæði eru kynntir auk þess sem fjallað er um kostnað þess að reka fasteign svo fátt eitt sé nefnt.


Á fundinum fór Auðbjörg Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka, yfir stöðuna á fasteignamarkaði. Nokkur viðsnúningur hefur verið á þessu ári en íbúðaverð hefur hækkað um 7% að nafnvirði. Þá hefur veltan aukist um 20% á fyrstu 8 mánuðum ársins auk þess sem meðalsölutími eigna er að styttast. Ný íbúðalán bankanna hafa fimmfaldast á þessu á ári en lán Íbúðalánasjóðs hafa dregist saman um helming á sama tíma. Um 86% allra nýrra húsnæðislána eru óverðtryggð. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að íbúðaverð muni halda áfram að hækka og nemi hækkunin um 8% að raunvirði til ársloka 2014.

Því næst fór Jón Finnbogason, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptabankasviði Íslandsbanka, yfir kostnaðinn við að reka fasteign í dag. Í erindi hans kom m.a. fram að í greiðslumati er miðað við að kostnaður við rekstur fasteignar sé 2,4% af fasteignamati á ári. Að lokum fór Finnur Bogi Hannesson, vörustjóri á Viðskiptabankasviði Íslandsbanka, yfir þau húsnæðislán sem standa til boða í dag. Lánsfjárhæð er að hámarki 70% af fasteignamati en boðið er upp á viðbótarlán upp að 80% af kaupverði/markaðsverði. Viðskiptavinir hafa val um óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum eða föstum vöxtum til þriggja ára auk verðtryggðra lána með vaxtaendurskoðun á 5 ára fresti. Finnur Bogi kynnti einnig vaxtagreiðsluþakið sem er valkvæð þjónusta sem veitir viðskiptavinum með óverðtryggð húsnæðislán skjól fyrir sveiflum í greiðslubyrði við hækkun vaxta.

Næsti fundur verður haldinn miðvikudaginn 24. október. Skráning er í síma 440-4000.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall