Íslandsbanki gefur út nýjan flokk sértryggðra skuldabréfa

18.10.2012

Íslandsbanki hefur lokið útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa. Um er að ræða óverðtryggða útgáfu til þriggja ára að upphæð 1.240.000.000 kr. á ávöxtunarkröfunni 6,5%. Bréfin bera 6,4% vexti greidda tvisvar á ári.

Bréfin voru seld til breiðs hóps fagfjárfesta. Heildareftirspurn var 1.930.000.000 krónur en 64% tilboða var tekið. Stefnt er á að bréfin verði tekin til viðskipta í kauphöll Íslands þann 25. október næstkomandi.

Alls hefur Íslandsbanki gefið út sértryggð skuldabréf að upphæð 10.055.000.000 frá fyrstu útgáfu í desember 2011. Íslandsbanki hefur áður gefið út þrjár útgáfur sértryggðra skuldabréfa og stækkað tvo. Þeir voru verðtryggðir og er þetta því í fyrsta sinn sem bankinn gefur út óverðtryggð sértryggð skuldabréf.

Bréfin eru gefin út samkvæmt lögum nr. 11 frá 2008 um sértryggð skuldabréf þar sem strangar kröfur eru gerðar til útgefenda. Tryggingasafnið að baki skuldabréfinu skal standast sérstök vikuleg álagspróf með tilliti til vaxta og gengis gjaldmiðla. Þá hefur Fjármálaeftirlitið sérstakt eftirlit með útgáfunni, auk þess sem sjálfstæður skoðunarmaður sinnir eftirliti. Skýrslur um tryggingasafnið að baki sértryggðu skuldabréfunum eru gefnar út ársfjórðungslega og má finna á vef Íslandsbanka.

Jón Guðni Ómarsson, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs Íslandsbanka:

„Það er ánægjulegt að sjá þann áhuga sem fjárfestar sýna þessari útgáfu en hún rennir frekari stoðum undir lánveitingar bankans í óverðtryggðum húsnæðislánum. Með þessu fara hagsmunir fjárfesta og lántakenda saman þar sem báðir hafa nú meira val um fjárfestingakosti og lánsform en áður.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall