Auðkenni gerir alvarlegar athugasemdir við fullyrðingar um „falskt“ öryggi auðkennislykla

07.11.2012

Stjórn fyrirtækisins Auðkennis sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við þær fullyrðingar sem fram komu í frétt mbl.is í gær (þri. 6. nóv.) undir yfirskriftinni „Auðkennislykill veitir falskt öryggi“. Auðkenni vill árétta eftirfarandi atriði:

  • Auðkennislyklar og rafræn skilríki eru almennt taldar öruggustu auðkenningarleiðirnar við innskráningu í netbanka sem þekkjast í dag.
  • Fullyrðing um að í þeim felist falskt öryggi er einungis til þess fallin að skapa óþarfa ótta og áhyggjur hjá notendum.
  • Flestir norrænir bankar nýta rafræn skilríki og auðkennislykla í netbönkum sínum.
  • Þær aðgerðir sem framkvæmdar eru eftir auðkenningu geta verið misafdrifaríkar og því beita aðilar fleiri vörnum eftir auðkenningu. Með flóknari aðferðum brotamanna er nauðsynlegt að auka öryggi í rafrænum samskiptum og því eru útfærslur öryggislausna í sífelldri endurskoðun.

Bankar og sparisjóðir hafa undanfarinn áratug átt farsælt samstarf um öryggi netbanka. Með verkefni um rafræn skilríki var samstarf aðila aukið enn frekar með aðkomu hins opinbera. Samstarf aðila er nauðsynlegt til þess að stuðla að enn öruggara umhverfi á Íslandi.

Innleiðing rafrænna skilríkja hefur staðið yfir hér á landi undanfarin ár og hefur rafrænum skilríkjum nú verið dreift til 170.000 einstaklinga en þau þarf að virkja sérstaklega í viðskiptabanka.

Kostir rafrænna skilríkja felast ekki aðeins í bættu öryggi heldur auka þau þægindi fólks í samskiptum með einu auðkenni í stað fjölda notendanafna og lykilorða. Skilríkin gera fólki kleift að eiga samskipti við rúmlega 100 aðila svo sem banka, sparisjóði, ríkisstofnanir, sveitarfélög, lífeyrissjóði, stéttarfélög, símafyrirtæki, tryggingafélög og fleiri, með sama lykilorðinu.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall