Vel sóttur fundur VÍB um skráningu Vodafone í kauphöllina

03.12.2012 - Fréttir Verðbréfaþjónustu

Á fundi VÍB, eignastýringarþjónustu Íslandsbanka, sem fram fór föstudaginn 30. nóvember, kynnti Ómar Svavarsson forstjóri Vodafone, félagið fyrir áhugasömum fjárfestum. Eftir framsögu Ómars fóru fram umræður um félagið og markaðinn í heild sinni. Magnús Halldórsson, blaðamaður hjá Stöð 2 og Vísi, Ásmundur Tryggvason, forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka, Hrafn Árnason, forstöðumaður safnastýringar hjá Íslandssjóðum og Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Vodafone, tóku þátt í umræðunum.

Í máli Ómars kom fram að félagið hafi sterka markaðshlutdeild. Félagið sé búið að endurfjármagna lán sín auk þess sem mikil áhersla hefur verið lögð á kostnaðaraðhald. Grunnrekstur félagsins sé traustur og rekstrarsaga þess góð. Þá er eiginfjárhlutfallið sterkt og þá hefur hagnaður aukist á milli ára.

Fundurinn var vel sóttur og var hann jafnframt sýndur beint á vef VÍB, þar má nálgast upptöku af fundinum. Að auki má þar finna útboðslýsingu og fjárfestakynningu vegna skráningar Vodafone.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall