Ný greining Danske Bank á íslensku efnahagslífi á fundi VÍB

04.12.2012
Lars Christensen
Lars Christensen

Lars Christensen, forstöðumaður hjá greiningardeild Danske Bank, mun kynna nýja greiningu bankans á íslensku efnahagslífi á morgun. Greiningin verður fyrst kynnt á fundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, en hún verður gefin út sama dag og fundurinn er haldinn. Þetta er þriðja greiningin sem Danske Bank gerir á íslensku efnahagslífi. Sú fyrsta kom út árið 2006, „Iceland, Geyser crisis", og varaði við slæmum horfum hér á landi en hún vakti mikla athygli og hörð viðbrögð hér á landi. Önnur greining bankans kom út í apríl árið 2011, „Iceland: Recovery in uncertain times".

Á fundinum munu fara fram umræður um horfur Íslands og þá kerfislegu áhættuþætti sem helst gætu komið í veg fyrir jákvæða þróun hérlendis, ekki síst vandamál sem skapast geta á næstu árum tengd gjaldeyrishöftum og greiðslujöfnuði við útlönd. Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika Seðlabankans og Hrafn Árnason, forstöðumaður stýringar eigna hjá Íslandssjóðum taka þátt í umræðunum ásamt Lars. Fundarstjóri er Stefán Sigurðsson, framkvæmdastjóri VÍB.

Fundurinn hefst klukkan 8:30, þann 5. desember, og er fyrir viðskiptavini VÍB og boðsgesti. Mögulegt verður þó að horfa á fundinn í beinni útsendingu á vefsíðu VÍB, www.vib.is

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall