Umbætur í Netbanka Íslandsbanka

11.01.2013
Stór skref hafa verið tekin síðastliðna mánuði í þróun Netbanka Íslandsbanka. Er þetta liður í almennum umbótum á rekstrarumhverfi og viðmóti Netbankans en gera má ráð fyrir enn frekari úrbótum og nýjungum á næstu mánuðum. Bætt rekstrarumhverfi skilar viðskiptavinum hraðvirkari Netbanka á álagstímum, t.d. um mánaðarmót.

Ný „Mín síða“ í Netbanka
Þann 15. janúar mun ný „Mín síða“ líta dagsins ljós í Netbanka Íslandsbanka. Ný „Mín síða“ mun veita notendum góða yfirsýn yfir stöðu allra reikninga. Viðskiptavinir geta stillt „Mína síðu“ eftir þeirra höfði, t.d. valið sér þær einingar sem þeir vilja sjá, haft reikninga og kreditkort sem þeir vilja fylgjast með sýnileg en falið aðra, raðað þeim í röð og gefið þeim nafn. Einnig verður hægt að millifæra, greiða inn á kreditkort og greiða reikninga beint á „Minni síðu“. Haldgóðar upplýsingar um notkun Netbankans verða á vefsíðu bankans og er unnið að kynningarmyndbandi sem útskýrir breytingarnar skref fyrir skref.


Sameining Netbanka Íslandsbanka og Byrs
Heima- og Fyrirtækjabanki Byrs mun sameinast Netbanka Íslandsbanka þann 17. janúar nk. og líkur þar með sameiningarferli Íslandsbanka og Byrs sem hófst fyrir rúmu ári. Eftir sameininguna munu viðskiptavinir eingöngu nýta Netbanka Íslandsbanka. Notendanafn og lykilorð hafa verið send í heimabanka Byrs. Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni www.islandsbanki.is/sameining. Einnig er hægt að hafa samband við Þjónustuver bankans í síma 440 4000 eða senda fyrirspurnir á netfangið islandsbanki@islandsbanki.is.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall