„Mín síða" í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka

22.01.2013
Undanfarna mánuði hefur verið lögð mikil áhersla á þróun Fyrirtækjabanka Íslandsbanka. Bætt rekstrarumhverfi skilar viðskiptavinum hraðvirkari Fyrirtækjabanka á álagstímum og betra viðmóti. Breytingarnar taka mið af þörfum fyrirtækja og er þeim ætlað að auðvelda alla daglega vinnslu. Fyrirtækjabankinn verður áfram í þróun þar sem áherslan verður lögð á að bæta notendaviðmót enn frekar.

Góð yfirsýn, flýtileiðir og stillingar

Næstkomandi föstudag, 25. janúar, er væntanleg ný „Mín síða" í Fyrirtækjabanka Íslandsbanka. Síðan gefur notendum Fyrirtækjabanka góða sýn á stöðu þeirra innlánsreikninga og kreditkorta sem hann hefur aðgang að ásamt lista yfir ógreidda reikninga. Reikningum og kreditkortum er hægt að raða, gefa heiti og hafa sýnilega á „Minni síðu". Þá er einnig hægt að greiða reikninga, borga inn á kort og millifæra beint af „Minni síðu".


Nýtt Stöðuyfirlit í stöðugri þróun

Nýtt Stöðuyfirlit hefur verið innleitt í Fyrirtækjabankann en það gefur stjórnendum fyrirtækja greinargóða sýn á fjárhagsstöðu fyrirtækisins. Hægt er að sjá yfirlit yfir öll innlán, útlán og kreditkort hjá Íslandsbanka á einum stað. Þá er einnig hægt að skoða sundurliðun einstakra flokka eftir inn- og útlánum og skoða nánari upplýsingar um einstök lán og reikninga. Auðvelt er að taka út í Excel skjali yfirlit yfir stöðuna sem er hægt að vinna með eða færa yfir í bókhaldskerfi eftir þörfum. Þá er unnið að því að bæta yfirlitum yfir innlendar og erlendar ábyrgðir við Stöðuyfirlitið.

Staða og upplýsingar sem birtast í Stöðuyfirliti miðast við lok síðasta bankadags.

Haldgóðar upplýsingar um notkun Fyrirtækjabankans og yfirlit yfir þær aðgerðir sem hægt er að framkvæma í honum verða á vefsíðu bankans.

Eins og fyrr segir þá verður áfram unnið að þróun og nýjungum í aðgerðum og viðmóti Netbanka Íslandsbanka og má sjá afraksturinn á næstu mánuðum og misserum.


Bæklingur um Fyrirtækjabanka Íslandsbanka 

Hægt er að skoða bæklinginn hér fyrir neðan og á pdf formi

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall