Fasteignafélagið FAST-1 kaupir Klettagarða 13

25.01.2013

FAST-2 ehf., dótturfélag FAST-1, hefur gengið frá kaupum á eigninni Klettagörðum 13, 104 Reykjavík. Eignin er alls 8.927 fermetrar að stærð og er leigð að fullu til N1 hf. Eignin mun standa til tryggingar á útgáfu skuldabréfa FAST-1 slhf. líkt og aðrar eignir félagsins. Kaupverðið er trúnaðarmál.

VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, stofnaði fasteignafélagið FAST-1 á vormánuðum 2012 ásamt Contra fasteignaráðgjöf, Gildi - lífeyrissjóð, Lífeyrissjóði Verzlunarmanna, Festa lífeyrissjóð, Almenna lífeyrissjóðnum, Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, Tryggingamiðstöðinni og Íslandsbanka. Fjárfestingarstefna FAST-1 er að fjárfesta í hágæða atvinnuhúsnæði með traustum langtíma leigutökum. Meðal fasteigna í eigu félagsins eru t.a.m. húsnæði Ríkislögreglustjóra að Skúlagötu 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall