35 konur á frumkvöðlanámskeiði

05.02.2013

Þann 29. janúar komu saman 35 konur að til hefja vegferð sína að gera hugmyndir sínar að veruleika á námskeiði í gerð viðskiptaáætlana við Opna háskólann í Reykjavík. Að lokum munu þær verða gjaldgengar í samkeppni um bestu viðskiptaáætlunina en samkeppnin og námskeiðið er samstarfsverkefni Íslandsbanka, FKA og Opna háskólans í Reykjavík. Besta viðskiptaáætlunin hlýtur 2 milljóna króna styrk frá Íslandsbanka.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Íslandsbanka, opnaði námskeiðið með því að kynna samstarfsverkefnið og tilgang þess sem er að stuðla að aukinni uppbyggingu rekstri fyrirtækja í eigu kvenna. Þá kynnti Særún Ósk Pálmadóttir, verkefnastjóri hjá Opna háskólanum í Reykjavík, námskeiðið og Halldóra Gyða Matthíasdóttir, útibússtjóri Íslandsbanka í Garðabæ, hvatti konurnar áfram og fór yfir markmiðasetningu. Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar, fjallaði um þátttöku háskólans í atvinnulífinu og tengsl hans við verkefnið Auður í krafti kvenna og Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA, kynnti starfsemi félagsins. Að lokum deildu Hafdís Jónsdóttir, eigandi World Class og formaður FKA, og Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka), framkvæmdastjóri Happ, reynslu sinni með þeim um það hvernig er að vera í rekstri fyrirtækis.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall