Íslandsbanki á alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu

06.03.2013

Íslandsbanki er einn styrktaraðila Iceland Geothermal ráðstefnunnar sem haldin er í Hörpu daganna 5. til 8. mars. Um fimm hundruð manns af 40 þjóðernum taka þátt í þessari alþjóðlegu ráðstefnu sem fjallar um jarðvarmaleit, framkvæmd jarðvarmaverkefna og nýtingarmöguleika jarðhita. Alls verða fluttir 54 fyrirlestrar á ráðstefnunni. Hjörtur Þór Steindórsson, viðskiptastjóri orkumála, mun flytja erindi á ráðstefnunni um fjármögnun jarðvarmaverkefna, orkumarkaðinn á Íslandi, mikilvægi jarðhitans á Íslandi og hvernig fjármögnun jarðvarmavirkjana hefur verið háttað á Íslandi og erlendis. Þá mun hann einnig fara yfir samspil fjármagns og áhættu og hvort þörf sé á að endurskoða það.

Íslandsbanki er einn stofnaðila jarðvarmaklasans og á sæti í stjórn hans. Bankinn hefur einnig gefið út skýrslur um jarðhitaorkumarkaðinn, bæði hér á landi og í Bandaríkjunum, til að veita yfirsýn yfir orkumarkaðinn, stöðu hans, helstu fyrirtæki í geiranum, tækifæri og hindranir. Íslandsbanki verður með kynningarbás á ráðstefnunni þar sem sérfræðingar bankans taka vel á móti gestum.

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall