Sameining þriggja útibúa að Höfðabakka

14.03.2013
Útibú Íslandsbanka við Gullinbrú, í Hraunbæ og Mosfellsbæ munu sameinast í eitt útibú að Höfðabakka 9 í september næstkomandi.

Markmið sameiningarinnar er að bjóða upp á öflugt útibú í austurhluta höfuðborgarinnar sem veitir bæði fyrirtækjum og einstaklingum öfluga fjármálaþjónustu. Sameiningin er einnig liður í að auka hagræði í rekstri útibúanets Íslandsbanka en Íslandsbanki mun reka 19 útibú eftir sameininguna.

Húsnæðið, sem er hluti af gamla Tækniháskólanum, verður endurnýjað. Lögð var áhersla á gott aðgengi fyrir viðskiptavini en nýja útibúið liggur nálægt stórum umferðaræðum og er í 5 til 15 mínútna akstursfjarlægð frá öllum hverfum höfuðborgarinnar. Þá verða næg bílastæði hjá nýja útibúinu. Viðskiptavinir munu halda reikningsnúmerum sínum við sameininguna.

Í nýju útibúi verður saman kominn hópur reynslumikilla starfsmanna. Útibússtjóri hins nýja sameinaða útibús verður Ólafur Ólafsson, útibússtjóri við Gullinbrú. Aðstoðarútibússtjóri verður Karen Rúnarsdóttir, útibússtjóri í Mosfellsbæ og Ýlfa Proppe Einarsdóttir, útibússtjóri í Hraunbæ, verður viðskiptastjóri einstaklinga.

Framkvæmdir við nýtt útibú hefjast í maí og er ráðgert að opna nýtt útibú í september. Starfsemi útibúanna við Gullinbrú, í Hraunbæ og Mosfellsbæ verður með óbreyttu sniði þangað til.


Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka:
„Sameining þessara mikilvægu útibúa og flutningur í nýtt útibú að Höfðabakka 9 er liður í að sækja enn frekar fram, styrkja og efla okkar útibú. Þetta er sameining til sóknar en jafnframt hagræðing í útibúaneti okkar. Ég er sannfærð um að þetta er skref í átt að enn betri fjármálaþjónustu og skynsamri hagræðingu til lengri tíma.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall