Íslandsbanki styrkir barna- og unglingastarf GSÍ

14.05.2013
Íslandsbanki verður helsti bakhjarl barna- og unglingastarfs Golfsambands Íslands. Á liðnum árum hefur verið mikil vakning í barna-og unglingastarfi golfklúbbanna og sækja nú fleiri hundruð börn námskeið þeirra um land allt. Mótahald barna og unglinga hefur af þeim sökum verið að eflast. Sjö mót verða á Íslandsbankaröð unglinga í sumar og verður fyrsta mótið á golfvellinum í Þorlákshöfn um næstu helgi þar sem 144 efnilegustu kylfingar í barna- og unglingaflokkum munu keppa um sigur í þremur mismunandi aldursflokkum. Samhliða Íslandsbankamótaröðinni verður Áskorendamótaröð Íslandsbanka sem er mótaröð þeirra kylfinga sem ekki hafa forgjöf til að komast inná aðalmótaröðina. Þá munu Golfsamband Íslands og Íslandsbanki jafnframt fara í öflugt kynningarstarf á golfíþróttinni þar sem leitast verður við að bjóða börnum og unglingum að kynnast íþróttinni með kynningum í skólum, á leikjanámskeiðum og þeim stöðum þar sem við náum til barna og unglinga.

Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ:
„Við erum afar þakklát fyrir stuðning Íslandsbanka við barna- og unglingastarf okkar. Með kjörorðinu, Golf – íþrótt fyrir alla – allt lífið, leggjum við áherslu á mikilvægi þess að golf er fjölskylduíþrótt þar sem allir geta komið saman og átt skemmtilega samverustund. Forgjafarkerfið veitir okkur þau forréttindi að allir geta keppt á jafnréttisgrundvelli óháð aldri, kyni eða getu. Með þau skilaboð viljum við hvetja alla, börn, foreldra, afa og ömmur að horfa til golfíþróttarinnar sem íþrótt fyrir lífið.“

Hólmfríður Einarsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka:
„Mikill vöxtur og og jákvæð uppbygging hefur átt sér stað í golfiðkun barna og unglinga á Íslandi undanfarin ár og hefur Golfsambandið átt veg að vanda að því. Íslandsbanki er dyggur samstarfsaðili íþróttahreyfingarinnar í landinu og hefur lagt sérstaka áherslu á að styðja barna- og unglingastarf. Við hlökkum til samstarfsins við GSÍ og óskum öllum þátttakendum og öðrum golfurum góðs gengis í sumar.“

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall