Ísland í kjöraðstöðu til að taka þátt í uppbyggingu á Grænlandi

16.05.2013
VÍB, eignastýringaþjónusta Íslandsbanka, hélt í morgun fund um hvaða tækifæri fyrirsjáanlegar breytingar á norðurheimskautssvæðinu geta skapað fyrir þjóðir á norðurslóðum og hvernig Íslendingar geta tekið þátt í þeim tækifærum. 

Þrjú erindi voru á fundinum. Svend Hardenberg, sveitarstjóri Qaasuitsup þar sem nær öll olíuleit Grænlendinga fer fram, og stofnandi Greenland Invest, ræddi fjárfestingartækifæri á Grænlandi og heildarfjárfestingarþörf þar í landi. Eftir erindi Svends fjölluðu Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, og Haukur Óskarsson, framkvæmdastjóri hjá Mannviti, um hvernig þeir sjá tækifæri Íslands og íslenskra fyrirtækja í tengslum við uppbygginguna á Grænlandi og önnur tækifæri á norðurslóðum. Heiðar Már hefur fjallað mikið um tækifæri Íslands á norðurslóðum og einnig skoðað fjárfestingartækifæri á Grænlandi. Haukur hefur unnið að verkefnum og greint þau tækifæri sem eru fyrir Íslendinga á norðurslóðum. Á fundinum kom fram að Ísland er í kjöraðstöðu til að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem á sér stað á Grænlandi. 

Hægt er að nálgast upptöku af fundinum á vefsíðu VÍB.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall