VÍB aðalstyrktaraðili Dansa í Eldborg á Listahátíð

21.05.2013

VÍB - eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, verður aðalstyrktaraðili sýningarinnar Dansar í Eldborg: Igor Stravinsky í 100 ár sem sýnd verður 24. og 25. maí á Listahátíð í Reykjavík. Sýningin er samstarfsverkefni Íslenska dansflokksins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og verða flutt tvö af danstónverkum Igors Stravinskys, Vorblótið og Petrúska. Þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn dansar við lifandi tónlistarflutning í Hörpu.

Þetta er í tuttugasta og sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og verður fjöldi spennandi viðburða af ólíkum toga á dagskrá vítt og breytt um borgina. Áhersla hátíðarinnar í ár er á hið skapandi rými þar sem listgreinar mætast og er Dansar í Eldborg gott dæmi um slíkt verkefni.
VÍB hefur lagt áherslu á fræðslu og faglega umræðu um viðskipti og efnahagsmál og hefur í gegnum starf sitt styrkt listir og menningarlíf. VÍB styrkti meðal annars þátttöku Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 2011 og var stoltur bakhjarl Listahátíðar á síðasta ári.

Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar:
„Listahátíð í Reykjavík hefur um árabil haft forgöngu um aukið samstarf menningar- og atvinnulífs á Íslandi. Eitt af markmiðum hennar með því samstarfi er að efla tengslin við samfélagið í víðum skilningi. Í samræmi við það starfar hátíðin eftir heildstæðri styrktaraðilastefnu þar sem áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki í öllum atvinnugreinum. Þetta samstarf er Listahátíð afar mikilvægt. Það gerir henni kleift að gegna hlutverki sínu enn betur; að stuðla að nýsköpun og tefla fram framúrskarandi listafólki á öllum sviðum lista. VÍB er aðalstyrktaraðili Dansa í Eldborg, þar sem verður til nýtt, íslenskt dansverk við Vorblót Igors Stravinskys á aldarafmæli þess. Það er stórviðburður.“

Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri VÍB:
„Við hjá VÍB höfum á undanförnum árum lagt mikla áherslu á að skapa öfluga og opna umræðu um eignastýringu, viðskipti og efnahagsmál. Fjölbreytt menning og listir eru samfélaginu einnig mjög mikilvæg og því er það hluti af samfélagsstefnu okkar að styðja metnaðarfull menningarverkefni eins og Dansa í Eldborg á Listahátíð 2013.“

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall