Íslandsbanki hlaut Áttavita Landsbjargar

27.05.2013
Íslandsbanki hlaut um helgina Áttavitann frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu á landsþingi félagsins. Áttavitinn er viðurkenning sem Landsbjörg afhendir fyrirtækjum sem sýnt hafa félaginu stuðning í störfum sínum. Íslandsbanki hefur verið aðalviðskiptabanki félagsins í um áratug og verið öflugur styrktaraðili slysavarna og leitar- og björgunarstarfs á Íslandi. Hörður Már Harðarson, formaður félagsins, segir slíkan stuðning úr samfélaginu ómetanlegan en Íslandsbanki hafi staðið við bakið á félaginu í blíðu og stríðu. "Stór sjálfboðaliðasamtök, eins og Slysavarnafélagið Landsbjörg, þurfa að hafa fast land undir fótum þegar kemur að fjármálum. Án dyggs stuðnings getur félagið og sjálfboðaliðar þess ekki sinnt þeim verkefnum sem það hefur tekist á hendur á jafn öflugan hátt og raun ber vitni." 

Lilja Pálsdóttir, útibússtjóri, veitti viðurkenningunni viðtöku á landsþingi Landsbjargar sem fór fram á Akureyri um nýliðna helgi.

Myndabanki

Nýjustu fréttir

Íslandsbanki gefur út skuldabréf fyrir 300 milljónir evra og tilkynnir um endurkaup á hluta af eldra skuldabréfi

04.04.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur í dag gefið út skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra (um 40 milljarðar íslenskra króna) til 3 ára. Bréfið ber 1,125% fasta vexti...Nánar

Aðalfundur Íslandsbanka 2019 - dagskrá, aðilar í framboði og tillögur

19.03.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 15:00 í höfuðstöðvum bankans á 9. hæð Norðurturns að Hagasmára 3, 201 Kópavogi...Nánar

Íslandsbanki með átta tilnefningar til Lúðursins

28.02.2019
Íslandsbanki er með átta tilnefningar til Lúðurins ásamt því að vera tilnefndur til ÁrunnarNánar

Aðalfundur Íslandsbanka

25.02.2019
Aðalfundur Íslandsbanka verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019.Nánar

Sparað fyrir barneignum

20.02.2019
Tekjutap aðila með meðaltekjur í 6 mánaða fæðingarorlofi nemur um 640.000 krónum. Við þetta bætast 400.000 krónur í töpuðum séreignarsparnaði. Ástæðan...Nánar

Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu (Pillar 3) fyrir árið 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Íslandsbanki hefur gefið út ársskýrslu og áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Nánar

Ársuppgjör 2018

13.02.2019 - Kauphöll
Afkoma bankans og Íslandssjóða var ágæt á árinu og skilaði samstæðan hagnaði upp á 10,6 ma. kr. en erfiður rekstur annarra dótturfélaga dró heldur úr...Nánar
Netspjall